AGR Dynamics Newsletter

Takk fyrir frábæra morgunverðarráðstefnu!

Við hjá AGR Dynamics erum mjög ánægð með útkomu hinnar árlegu morgunverðarráðstefnu sem haldin var á Grand Hótel í Reykjavík þann 21. september. Hún samanstóð af sjö fyrirlesurum, 200 þátttakendum, frábæru morgunverðarhlaðborði og var að okkar mati sú besta til þessa.

Til þess að fræðast meira um ráðstefnuna og sjá myndir smelltu hér.

 

Ný útgáfa af AGR

Sumarið hefur verið mjög viðburðarríkt hjá AGR Dynamics og kynnum við með stolti útgáfu AGR 5.2.3. Útgáfan inniheldur ýmiss konar viðbætur og uppfærslur en þar má helst nefna uppfærslu í sölu- og kynningaráætlun og nýja tungumála valmöguleika (íslenska og franska). Útgáfan inniheldur einnig lagfæringar á minniháttar göllum.

Sales and Promotions Planner

Þú getur lesið meira um nýju útgáfuna hér. Ef þú hefur áhuga á að fá kynningu á nýja kerfinu hafðu þá endilega samband við okkur með því að senda tölvupóst á sales@agrdynamics.com.

 

AGR Dynamics opnar nýja skrifstofu í Kanada

Við erum mjög ánægð að tilkynna opnun nýrrar skrifstofu AGR Dynamics í Toronto í Kanada. Þetta er fyrsta skrifstofan okkar sem opnar í Norður-Ameríku og þá eru skrifstofur okkar orðnar fimm samtals. Guðni Pétur Sigurjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri skrifstofunnar í Kanada og hann flutti út til Toronto í sumar með fjölskyldu sína. Guðni var áður sviðsstjóri AGR ráðgjafar á skrifstofu okkar á Íslandi og hefur hann verið hjá fyrirtækinu í 7 ár. Lesa meira

 

 

Facebook Comments
Facebooktwitterredditlinkedin