Öflug eining á sviði viðskiptalausna

 

AGR Dynamics er alþjóðalegt hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur frá stofnun, árið 1997, þróað eigin lausnir til hagræðingar í rekstri aðfangakeðjunnar. Sérstaða okkar byggir á því að geta á einum stað boðið ráðgjöf, innleiðingu og þjónustu á NAV, einu vinsælasta viðskiptakerfi í heiminum, samhliða öflugum lausnum og ráðgjöf í vörustjórnun gegnum AGR hugbúnaðinn. Hjá okkur starfar framúrskarandi teymi 53 starfsmanna á Íslandi, Bretlandi og í Danmörku sem er stöðugt að afla sér aukinnar þekkingar á þessum sviðum og miðla til viðskiptavina til hagræðingar í rekstri. Stærra teymi eflir vöruþróun og breikkar þjónustuframboð okkar til viðskiptavina. Fyrirtækið hefur í gegnum árin þjónustað mörg af öflugustu heild- og smásölufyrirtækjum landsins gegnum vörustjórnunarlausnina AGR ásamt þjónustu og ráðgjöf við Dynamics NAV. Starfsfólk okkar hefur áralanga reynslu af ráðgjöf og þjónustu til yfir 140 viðskiptavina á erlendri grund gegnum skrifstofur okkar í Bretlandi og Danmörku. AGR Dynamics er vottaður samstarfsaðili Microsoft með sérþekkingu á viðskiptalausnum. Reynsla starfsmanna af innleiðingu á Microsoft Dynamics NAV og LS Retail er einhver sú mesta sem þekkist enda hafa starfsmenn okkar tekið þátt í nokkrum stærstu innleiðingum á þeim kerfum sem hafa verið gerðar í heiminum.

Valdir viðskiptavinir