Þér er boðið á morgunverðarráðstefnu AGR Dynamics!

Nú er komið á 11. árlegu morgunverðarráðstefnu okkar! Að þessu sinni er það áætlanagerð og verkferlar í kringum hana sem við kynnum fyrir gestum.

Skráðu þig hér!

Dagskrá:
Morgunhverðarhlaðborð 8:00 – 8:30

Setning ráðstefnu – Haukur Hannesson, framkvæmdastjóri AGR Dynamics.

Setting Up an Effective S&OP Process – Kim Petersen, framkvæmdastjóri AGR Nordic mun fara yfir reynslu sína við að innleiða S&OP verkferla og hvaða ávinning má búast við af þeim.Kim hefur áratuga reynslu af áætlanagerð og innkaupastýringu. Kim starfaði um árabil við stýringu aðfangakeðjunnar og áætlanagerð hjá Unilever, sem Logistic Manager hjá L’Oreal og við ráðgjafastörf hjá danska ráðgjafafyrirtækinu Logisys.

Hvernig setjum við upp góða áætlun í AGR Dynamics – Finnur Bragason, sölu- og markaðsstjóri, sýnir nýjustu útgáfu af áætlanakerfi AGR og hvernig má setja upp sniðmát til að tækla mismunandi áskoranir í áætlanagerð.

Uppsetning söluáætlana hjá breskum heildsölum – Einar Karl Þórhallsson, rekstrarstjóri, kynnir hvernig breski heildsalinn Globus ætlar að tengja innkaupa- og söludeildir saman með staðlaðri uppsetningu AGR kerfisins.

Hvað er hægt að áætla? – Daði Árnason, þróunarstjóri, fer yfir hvernig má bæta staðlaðar uppsetningar og útvíkka virkni með því að bæta viðbótargögnum við áætlanir í AGR.

Einfaldar fjárhagsáætlanir innleiddar hjá Woodies – Sigrún B. Gunnhildardóttir, sviðsstjóri þróunar, fer yfir þróunaráætlun AGR áætlana og fyrirhugaða innleiðingu fjárhagsáætlana hjá Woodies, stærsta byggingarvörusmásala Írlands.

Machine Learning to Gain a Competitive Advantage – Agnes Jóhannsdóttir, Data Scientist, hefur undanfarið ár unnið að því að innleiða Machine Learning tækni í AGR lausnina og mun kynna þá vegferð.

Ráðstefnuslit 10:20

Skráðu þig hér!

 

Facebook Comments
Facebooktwitterredditlinkedin