Föstudagsbloggið þessa vikuna kemur frá Sigrúnu B. Gunnhildardóttur, Sviðsstjóra Þróunar. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi þessa bloggfærslu, endilega skrifaðu athugasemd hér fyrir neðan eða tístaðu @AGRDynamics.

 

Fyrsta útgáfa af AGR Söluáætlun (Sales Planner) var kynnt til sögunnar árið 2009, en áætlunin var ákveðið tól fyrir fyrirtækin til þess að tengja einstaklinga á sölu og markaðssviði við endurnýjunarferlið á birgðum.

Hugbúnaðurinn gerði fyrirtækjum kleift að skipuleggja ítarlega án þess að þurfa alltaf að áætla út frá minnstu einingum ferlisins, þ.e. fyrirtækin gátu gert áætlanir út frá ákveðnum tímabilum eða verkefnahópum og áætlunin sjálf gat svo brotið verkefnið niður á minnstu einingar (vörunúmer, daga, einstaklinga o.s.frv.) en einnig var mögulegt að áætla ólíkar víddir, þ.e. staðsetningar, viðskiptavini, verkefnahópa o.fl.

Þessi upphaflegi planner tókst vel til og var innleiddur hjá mörgum ólíkum fyrirtækjum þar sem hann skipaði mikilvægt hlutverk í sölu og markaðsstarfsemi hjá sumum af okkar stærri kúnnum. Plannerinn skilaði hlutverki sínu vel og gerði það sem hann átti að gera.

Með tímanum lærðum við margt og komumst fljótt að því að uppbygging gagnanna í hugbúnaðinum var mjög takmörkuð og flókin. Við vorum stödd í svokölluðu ‘‘sandbox“ umhverfi þar sem gögnin á bakvið hverja áætlun fyrir sig voru einöngruð en það gerði það að verkum að það var erfitt að sækja auka upplýsingar úr áætlunum eða bera saman við raunverulegan árangur en einnig þurfti að geyma gögnin í minnstu mögulegum einingum (the lowest data level).

Þrátt fyrir að þetta hafi verið jákvætt hvað varðar endurnýjun að þá flækti þetta hlutina þegar átti að bæta átti nýjum aðgerðum við plannerinn eða auka umfang hans.

Þegar öllu var á botninn hvolft: Við vildum meira. Við vildum fanga allt áætlunarferlið.

 

Hvað áttum við nú að gera?

 

Við byrjuðum á að reyna halda áfram með plannerinn eins og hann var. Við uppfærðum hann og aðlöguðum að okkar nýja web-based platformi með aukinni virkni en lentum samt sem áður á vegg. Við þurftum að taka stóra ákvörðun: Áttum við að halda áfram með þáverandi hugbúnað og reyna bæta virkni hans eða áttum við að byrja upp á nýtt?

Á meðan seinni valmöguleikinn hljómaði fáránlega þar sem við höfðum fjárfest miklum tíma í hugbúnaðinn að þá var valið samt sem áður auðvelt þegar við vissum hvert við stefndum.

Við færðum okkur aftur að teiknitöflunni og veltum fyrir okkur hvernig við áttum að endurhanna hugbúnaðinn. Við byrjuðum á að ræða við viðskiptavini okkar og starfsmenn teymisins en það leiddi okkur að markmiðinu:

Hanna dínamíska, sveigjanlega og stillanlega áætlunarvél (planning machine). Vélin ætti að mæta þörfum núverandi viðskiptavina en á sama tíma hafa þann eiginleika að vera grunnur fyrir aðra ólíka áætlunarferla.

Í öðrum orðum, verkefnið sem við vorum með í höndunum var að þróa kraftmikla vél sem gæti verið nýtt á marga mismunandi vegu til þess að mæta þörfum ólíkra viðskiptavina. Vélin þurfti að geta boðið upp á að skoða og breyta ólíkum gögnum en einnig að geta sýnt sömu gögnin á mismunandi vegu. Vélin þurfti að hafa dínamíska síunarvalmöguleika, myndræna túlkun á gögnum og að sjálfsögðu að vera notendavæn og vel hönnuð.

Ef við ættum eina slíka vél þá gætum við planað allt! Þessi nýja hugmynd að svokallaðri áætlunarvél er svipuð og hugmyndin að bílvél. Þú getur annað hvort notað vélina fyrir venjulegan bíl sem væri fullkominn til þess að komast í vinnuna og önnur dagleg verk. En þú gætir einnig notað vélina í sérsniðinn sportbíl sem væri hentugur í því landslagi sem þú ert að keppa í. Sama hver tilgangurinn yrði, vélin myndi alltaf aðlaga sig að aðstæðum.

Á meðan vélin var hönnuð byrjuðum við einnig á að gera söluplanner en hann átti að vera ein týpa af planner í vélinni. Með gerð söluplannersins vorum við að leggja áherslu á þann hluta markmiðsins að „sinna þörfum núverandi viðskiptavina“ sem fór aldrei úr huga okkar. Að þessu sinni þróuðum við hins vegar enn betri lausn með áætlunarvélinni sem átti að vera mjög stillanleg, dínamísk og auðveld í uppsetningu. Með þessum sveigjanleika eru valmöguleikarnir óendanlegir en núna erum við að vinna í fjórum mismunandi útfærslum á vélinni fyrir vörustjórnun.

 

En eins og þú sérð þá er pláss fyrir ennþá meira.Tökum dæmi: AGR Dynamics er hvorki smásölu né heildsölufyrirtæki en við þurfum samt sem áður okkar eigin áætlanir. Við notum vélina til þess að gera okkar eigin afkomuáætlanir og til þess að stjórna auðlindum okkar. Við hugsuðum að ef við gætum ekki notað hugbúnaðinn sjálf gætum við ekki ætlast til þess að viðskiptavinir okkar gætu það heldur. Þetta er þekkt aðferð á hugbúnaðarsviði þar sem við erum ekki einunigs að prufa útreikningana og eiginleikana heldur einnig að fá bein viðbrögð á notagildi og hönnun snemma í ferlinu.

 

Skyggnumst á bak við tjöldin

 

Hér fyrir neðan er mynd af einfaldri söluáætlun. Heildareftirspurnin er byggð á tölfræðilegri spá, en einnig höfum við handvirkt bætt við áætlunina söluherferð (promotion). Þú getur byrjað á að vinna með tölurnar inn í söluáætluninni og ef þú vilt setja inn söluherferð mun forritið/kerfið sjálfkrafa uppfæra alla útreikninga í áætluninni í samræmi við breytinguna.
AGR Dynamics Planning Machine

 

Söluáætlunin er hönnuð þannig að notandinn getur skoðað sömu áætlunina í mismunandi viðmótum og nýtt hin ýmsu sniðmát sem fylgja hugbúnaðinum en það gerir söluplannerinn mjög notendavænann. Þetta gerir einnig það að verkum að hver notandi getur auðveldlega stjórnað hvernig hann skoðar gögnin. Með því að nota „grid“ stillingar, get ég nú skoðað sömu áætlun og hér fyrir ofan nema í þetta sinn hef ég heildarsýn af vöruflokkum raðað út frá birgjum. Ef ég ætla aðbreyta áætlunum á þessi stigi myndu breytingarnar sjálfkrafa ná yfir tímabilið sem ég skilgreindi áður. „Grid“ stillingarnar gera okkur einnig auðveldlega kleift að t.d. endurraða dálkum eða bæta öðrum gögnum inn í söluáætlunina.

 

 

Við höfum unnið hörðum höndum við gerð á þessari vél og erum spennt að kynna fyrir ykkur splunkunýja útgáfu af söluplannernum, sem mun vonandi vera eins notendavænn og mögulegt er. Við vonum að ykkur muni finnast hann eins gagnlegur og okkur og hlökkum til að innleiða hann samhliða birgðastýringunni sem ætti að hjálpa ykkur enn frekar.

 

 

Facebook Comments
Facebooktwitterredditlinkedin