Störf

Hvað er AGR Dynamics og hvað gerum við?

AGR Dynamics er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar lausnir til hagræðingar í rekstri aðfangakeðjunnar. Innkaupa og birgðastýringalausnir AGR gera fyrirtækjum kleift að lágmarka bundið fé í birgðum, auk þess að bæta verkferla við vörustýringu.

Hugbúnaðarlausnin reiknar út söluspár, sem sagt hver eftirspurnin er, og reiknar út frá því innkaupatillögur fyrir smásölur og heildsölur. Lausnin er ákvörðunartökukerfi sem greinir söguleg gögn segir til um hvenær það þurfi að kaupa inn birgðir, og hversu mikið hverju sinni. Stærðfræðilíkan áætlar hversu mikið tiltekið fyrirtæki muni selja næstu daga, vikur og mánuði. Kerfið sér svo um innkaupin og getur gert bæði söluáætlanir sem og fjárhagsáætlanir.

Sérstaðan byggir á því að geta boðið öflugar lausnir og ráðgjöf í vörustjórnun gegnum AGR hugbúnaðinn.
Með öflugu teymi 70+ starfsmanna á Íslandi, Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Kanada og Frakklandi, er AGR Dynamics stöðugt að afla sér nýrrar þekkingar á þessum sviðum auk þess að efla samskipti okkar við viðskiptavini til að bæta rekstur þeirra.

Hefur þú áhuga að slást í lið með okkur?

Við erum alltaf á höttunum eftir áhugasömu, metnaðarfullu og hæfileikaríku fólki sem deilir ástríðu okkar fyrir að deila þekkingu, leysa vandamál og hjálpa fyrirtækjum um allan heim að verða arðbærari, draga úr sóun og fara betur með heimsins gæði.

Ef þú vilt taka þátt í teyminu okkar og finnst þú hafa færni og vilja til að leggja þitt af mörkum, vinsamlegast sendu ferilskrána þína til okkar með því að smella á hnappinn hér að neðan.