Ráðgjöf og þjónusta

Réttur viðskiptahugbúnaður eykur framlegð og veitir góða yfirsýn yfir alla þætti rekstrarins á einum stað. Starfsfólk okkar hefur tekið þátt í krefjandi innleiðingum á AGR lausnum um allan heim. Við vitum hvað þarf til að viðskiptahugbúnaðurinn þinn skili þeim árangri sem til er ætlast. Við erum stolt af þeirri gríðarlegu reynslu sem starfsmenn okkar búa yfir á sviði innleiðingar á viðskiptahugbúnaði, frá vali til almennrar þjónustu. Ef fyrirtækið þitt er að leita að faglegum, reyndum og traustum samstarfsaðila með gott orðspor ættir þú að kanna hvernig AGR Dynamics getur aðstoðað þig

Við bjóðum meðal annars upp á:

Verkefnið felur í sér greiningu á núverandi aðfangakeðju og forgangsröðun úrbótaverkefna sem styðja við bætt skipulag sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni við áætlanagerð og innkaup, lækka birgðir og mæta þjónustustigsmarkmiðum. Helstu verkþættir eru:

  • Greining á vöruflæði í aðfangakeðjunni og ferlar í vöruhúsi
  • Þjónustustigs markmið og lykilmælikvarðar settir
  • Greining verkferla við áætlanagerð og innkaup
  • Meðhöndlun yfirbirgða
  • Forsendur útreikninga á innkaupatillögum
  • Mat á gæði gagna og núverandi kerfa

 

AGR Dynamics býður fjölbreytta fræðsla í vörustjórnun. Við sérsniðum fræðsluna að þörfum fyrirtækisins bæði sem námskeið í almennri vörustjórnun eða sem kennslu á AGR kerfinu með ákveðin átaksverkefni í huga. AGR býður einnig upp á námslínu í vörustjórnun sem unnin er í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Námið byggir á fræðilegum grunni en mikil áhersla er lögð á að námið sé hagnýtt og að það nýtist þátttakendum í starfi.

 

 

Við bjóðum væntanlegum viðskiptavinum að framkvæma forgreiningu á þeirra eigin gögnum til að meta þann árangur sem gæti náðst með innleiðingu vörustjórnunarlausna AGR Dynamics. Við skoðum gögn síðustu ára og reiknum út hvernig birgðastaða þín og pantanir hefðu verið ef kerfið væri í notkun við raunverulegar aðstæður. Þannig getum við metið endurgreiðslutíma fjárfestingarinnar og sýnt hvernig kerfið yrði notað í daglegum rekstri. Allar niðurstöður eru síðan teknar saman í skýrslu sem er kynnt fyrir viðskiptavinum.