Innnes PlannerInnnes ehf, einn af stærstu matvöruheildsölum landsins, hefur innleitt nýtt áætlunarkerfi AGR fyrir söluáætlanir og söluherferðir (AGR Sales and Promotions). Eftir að hafa notað innkaupakerfi AGR fyrir birgðastýringu í níu ár ákvað Innnes að það væri tímabært að innleiða áætlunarkerfið til að bæta söluspár og halda utan um söluherferðir.

Íslenski heildsalinn leitaði upphaflega til AGR til þess að setja upp spákerfi til að bæta birgðastjórnun árið 2008. Í ljósi góðrar reynslu af notkun AGR kerfa á aðfangakeðjuna ákvað Innnes að prófa nýja AGR áætlunarkerfið til að stýra söluáætlunum og söluherferðum. Áætlunarkerfið var innleitt í ágúst síðastliðnum og var síðan tekið í notkun í október og gekk innleiðingin snurðulaust fyrir sig.

Nýja áætlunarvélin gerir Innnes kleift að búa til eftirspurnaráætlun og söluherferðir á öllum stigum; fyrir fyrirtæki í heild, svið, vöruflokk eða einstakar vöru. Stillingar og breytingar ná til allra anga kerfisins til að búa til eina sýnilega eftirspurnaráætlun fyrir allt fyrirtækið. Áætlunin tengist síðan beint inn í innkaupaferlið og tengir þannig sölu og markaðsdeildir fyrirtækisins við innkaupadeildina.

„Það er klárlega kostur að vinna söluáætlanir í sama kerfi og innkaupadeild er að vinna með. Áætlanahlutinn er settur upp eftir okkar þörfum sem í honum vinnum. Jafnframt því höfum við skýrsluhluta kerfisins til hliðsjónar og stuðning við allar okkar áætlanagerð sem er gríðarlegur plús og veitir þar að auki mikla yfirsýn yfir innkaup og birgðir. Þetta mun koma til með að bæta áætlanagerðina og auka skilvirkni í birgða- og innkaupamálum,“ segir Lovísa Jenný Sigurðardóttir, markaðsstjóri hjá Innnes ehf.

Ef þú vilt vita meira um innleiðingu AGR áætlunum fyrir þitt fyrirtæki skaltu senda okkur tölvupóst á sales@agrdynamics.com.

 

 

 

Facebook Comments
Facebooktwitterredditlinkedin