Viðskiptalausnir

Lesa meira

Microsoft Dynamics NAV er viðskiptalausn sem nær yfir allan rekstur fyrirtækis. Gegnum einfalt viðmót veitir lausnin innsýn í stöðu fyrirtækisins auk þess að halda utan um kjarnaferla þess. NAV hefur undanfarin 30 ár sannað sig sem ein hentugasta viðskiptalausn fyrir fyrirtæki sem kjósa sveigjanlega lausn sem auðvelt er að aðlagast og fljótlegt er að innleiða.

Lesa meira

Sérstaða LS NAV liggur í því að bjóða upp á alla helstu virkni í einni lausn, þ.m.t. kassakerfi, bakendakerfi í verslun, birgðabókhald, aðfangakeðju og fjárhagskerfi/bókhaldskerfi svo eitthvað sé nefnt. Það er því ekki þörf á því að viðhalda mörgum mismunandi kerfum og dýrum samskiptum þeirra á milli.

Í dag er LS NAV í notkun á yfir 70.000 kössum og í yfir 33.000 verslunum víðsvegar um heiminn.

Lesa meira

Retail Center er snjallforrit fyrir iPhone, iPad mini, Android síma og handtölvur sem gefur stjórnendum möguleika á að hafa allar helstu lykilsölutölur um reksturinn við hendina í rauntíma, hvar og hvenær sem er. Allar sölutölur við hendina þegar þú vilt sjá þær, bæði myndrænt og stafrænt.