Þrír nýir starfsmenn hafa bæst við öflugan starfsmannahóp AGR Dynamics á Íslandi: Rebekka Jóhannsdóttir, Gunnar Gylfason og Fanndís Kristinsdóttir.

 

Rebekka bættist við í AGR ráðgjafa teymið í maí og útskrifast með B.Sc. úr rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík í júní nk. Hún starfaði samhliða námi sem dæmatímakennari í tölfræði og aðgerðargreiningu við Háskólann í Reykjavík. Þegar hún er ekki að vinna eða njóta tímans með fjölskyldu og vinum þá æfir Rebekka BootCamp í Sporthúsinu en henni finnst einnig einstaklega gaman að baka og ferðast.

 

Gunnar var líka að útskrifast með B.Sc. gráðu í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík, þar sem hann lagði áherslu á gagnavinnslu, og bættist við ráðgjafateymi AGR í maí síðastliðnum. Undanfarin ár hefur Gunnar unnið samhliða námi hjá farsímafyrirtækinu Nova í þjónustustarfi en einnig sem innkaupafulltrúi og tók einnig að sér dæmatímakennslu við forritun í Háskólanum í Reykjavík. Honum líður best með þéttpakkaða dagskrá og nýtir hvert tækifæri til að umkringja sig vinum sínum. Sértu að leita að Gunnari finnur þú hann líklegast í sundi eða í ræktinni, á ferðalagi, að spila frisbí-golf eða tennis en þó líklegast af öllu einhverstaðar í grennd við kaffivél.

 

Fanndís kemur úr Kópavoginum og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2013. Hún útskrifast úr fjármálaverkfræði (B.Sc.) 17. júní næstkomandi en í náminu fékk hún sem betur fer að kynnast forritun sem henni þykir einstaklega áhugaverð og tók þar af leiðandi alla sína valkúrsa úr tölvunarfræðideild. Fanndís æfir reglulega líkamsrækt í World Class en henni þykir Tabata þjálfun sérstaklega skemmtileg. Þegar hún vil gera vel við sig jafnast ekkert á við góðan kaffibolla og súkkulaði í góðum félagsskap. Fanndís er nýjasti meðlimur af AGR ráðgjafi teymi og kom til fyrirtækis í júní.

 

 

Facebook Comments
Facebooktwitterredditlinkedin