Reykjavik UniversityAGR Dynamics og Opni háskólinn í HR kynna áhugaverða röð námskeiða í vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar (e. logistics and supply chain management). Á námskeiðunum er fjallað um hvernig fyrirtæki geta skipulagt aðfangakeðjuna sína í heild svo að hún sé ekki bara hagkvæm, heldur fylgi hún markaðsstefnu fyrirtækisins. Farið er yfir aðferðir til að lækka birgða- og flutningskostnað samhliða því að bæta þjónustu við viðskiptavini, meðal annars með því að auka skilvirkni við áætlanagerð, flutninga, framleiðslu og innkaup á vörum og þjónustu.

 

Námskeiðin eru byggð á fræðilegum grunni en mikil áhersla er lögð á að þau séu hagnýt og að þau nýtist þátttakendum í starfi. Nánari upplýsingar og skipulag námskeiða má fá finna með því að smella á hlekkina hér að neðan:

 

 

Skráðu þig hér!

Facebook Comments
Facebooktwitterredditlinkedin