AGR Dynamics hefur nýverið opnað skrifstofu í Lille norður af París. Ákvörðun um að hefja rekstur í Frakklandi er tekin í kjölfar aukinna viðskipta við frönsk fyrirtæki og tækifæri sem myndast hafa á franska markaðnum. „Við höfum verið að einbeita okkur að markaðssókn í Bretlandi og Skandinavíu síðastliðin ár og erum að nýta okkur þá reynslu til þess að hefja rekstur á franska markaðnum.“ Segir Finnur Bragason, sölu- og markaðsstjóri AGR Dynamics.

 

Undanfarin ár hefur AGR fjárfest mikið í þróun á sínum hugbúnaðarlausnum, meðal annars með stuðningi Tækniþróunarsjóðs. Lausnin er orðin mjög samkeppnishæf á erlendum mörkuðum, sem sést best í þeim árangri sem náðst hefur erlendis. Fjöldi fyrirtækja svo sem JYSK, Rosendahl, BoConcept og LeCreuset hafa innleitt kerfið ásamt meirihluta íslenskra heild- og smásala. Áform eru uppi um frekari hugbúnaðarþróun og markaðssókn fyrirtækisins inn á erlenda markaði, en hjá AGR starfa 50 manns á skrifstofum fyrirtækisins í Reykjavík, London, Kaupmannahöfn og Lille. Þessir starfsmenn þjónusta um 170 viðskiptavini í 18 löndum, bæði á NAV viðskiptahugbúnaði og AGR innkaupa- og birgðastýringarlausnir.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Finnur Bragason, sölu- og markaðsstjóri

finnur@agrdynamics.com

s: 824 0302

 

 

Facebook Comments
Facebooktwitterredditlinkedin